LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2026. Akstur og hótelgisting.
LAUGAVEGSHLAUPIÐ. Akstur og gisting 10.Júlí 2026
Akstur og gisting fyrir þátttakendur í Laugavegshlaupinu 2026
A-Tours, í samvinnu við Amazing Tours býður upp á þægilega lausn fyrir hlaupara í Laugavegshlaupinu 2026, þar sem akstur og gisting eru innifalin.
Ferðin hefst með akstri á breyttum bílum frá Reykjavík að kvöldi 10. júlí, með gistingu á Landhóteli í Landsveit í tveggja manna herbergi með morgunverði.
Að morgni 11. júlí er morgunverður snæddur áður en lagt er af stað kl. 07:30 til Landmannalauga. Þar bíða bílarnir þar til allir hlauparar hafa lagt af stað, og aka síðan með farangur áfram til Þórsmerkur.
Eftir að hlauparar ljúka keppni er ekið frá Þórsmörk til baka til Reykjavíkur. Um leið og bíll fyllist leggur hann af stað, sem tryggir skilvirka og sveigjanlega heimferð.
Brottfararstaður:
Mæting kl. 17:45
við Olís í Norðlingaholti
föstudaginn 10. júlí
Brottför milli kl. 18:00 & 23:00
Áætluð heimkoma:
Við Olís Rauðavatn
milli kl. 20:00 - 01:00
laugardaginn 11. júlí
Athugið: Fyrir þá sem óska eftir einbýli (single supplement) er hægt að velja þann valkost síðar í greiðsluferlinu.





